Marteinsdagur

by Litla brauðstofan | Nov 11, 2017 | Fréttir úr bakaríinu - Neues aus der Backstube

Marteinsdagur – Dagur til heiðurs heilagur Marteins

Marteinsmessa er viðburður sem haldin er 11. nóvember ár hvert. Margar hefðir hafa myndast í kringum þennan dag, þekktastar eru luktargangan, Marteinsgæsin, söngleikur og blessunin.

Þýskt-íslenska samfélag (Deutsch-Isländische Netzwerk) er í samvinna við Þýska sendiráðið og Bókasafnið Hafnarfjörður að skipuleggja álegt skrúðganga Sankta Marteins. Og kemur bakelsið frá okkur í Litla Brauðstofunni.

Skrúðgangan byrjar kl. 17 fyrir framan Bókasafnið Hafnarfjarðar (Strandgötu 1). Annan, minna en líka fallegan skrúðganga, verður samtímis á Selfossi, Tibrá, Engjavegur 50. Þar er hefð að allir koma með eitthvað fyrir sameiginlegt borð.

Sagan og hefð um heilagur Marteinn (úr bækling Deutsch-Isländisches Netzwerk)

Marteinn frá Tours fæddist árið 316 í Ungverjalandi. Þar sem faðir hans var háttsettur rómverskur hermaður varð Marteinn að gegna herþjónustu. Hann baðst fljótlega undan hennar og var loks leystur frá störfum 40 ára gamall. Eftir nokkur ár sem einsetumaður stofnaði Marteinn klaustrið Marmoutier í Tours. Hann varð fljótlega þekktur fyrir góðverk sín og kraftaverk. Hann var vígður biskup frá Tours þann 4. júlí 372 og dó 81 árs gamall árið 397. Marteinn frá Tours var jarðaður 11. nóvember og ríkti þá mikil sorg. Hann var tekinn í dýrlingatölu vegna kærleika hans og miskunnsemi og var fyrstur dýrlinga á vesturlöndum sem hafði ekki dáið píslarvættisdauða.

Á meðan Marteinn gegndi herþjónustu tilheyrði klæðnaði þjóðvarðaliðum kápa úr tveimur hlutum og var efri hluti fóðraður hlýju gæruskinni. Einn kaldann vetrardag hitti Marteinn á vegi sínum fátækan, illa klæddan mann. Fyrir utan vopnin sín og kápuna hafði Marteinn ekkert í fórum sínum. Hann kenndi í brjósti um manninn og skar kápuna sína í tvennt. Svo lét hann betlarann fá annan helminginn. Um nóttina birtist honum svo Jesús sjálfur, klæddur í hálfu kápu betlarans. Þessi draumur snerti Martein djúpt, hann lét skíra sig, baðst undan herþjónustu og vann sem prestur þaðan í frá.

Eftir dauða Marteins héldu fylgismenn hans á luktum á leiðinni til Tours í jarðarför hans. Í dag er í mörgum landshlutum Þýskalands, Austurríkis og Sviss algengt að farið sé í Marteins luktargöngu sem er skrúðganga í fylgd leikara og lúðrasveitar, þar sem börnin sýna luktir sem þau hafa föndrað. Þau syngja saman með foreldrunum sínum lög til minningar um Martein biskup og sýnt er helgileikrit. Víða fá börnin sætabrauð.

Fallegt hefð hjá nokkrum er að deila svo sætabrauðið (sem oft er litill karl með pípu og kallast Weckmann eða Stutenkerl) með þann einstakling sem stendur við hliðinna í athöfninni.

Martinstag

Jedes Jahr um den 11. November organisiert das Deutsch Isländische Netzwerk in Zusammenarbeit mit der Deutschen Botschaft und der Bibliothek in Hafnarfjörður einen Martinsumzug.

Die Geschichte um den heiligen Martin dürfte wohl den meissten der in Deutschland Aufgewachsenen geläufig sein. Wir starten den 11. November am frühen Morgen, um die Weckmänner und Brezeln für den Umzug zu backen.

Der Umzug in Hafnarfjörður startet 17 Uhr vor der Bibliothek in der Strandgata 1. Einen kleineren, aber auch sehr schönen Martinsumzug gibt es zeitgleich in Selfoss, Tibrá, Engjavegur 50. Dort ist es Tradition, dass jeder etwas für das Buffet mitbringt.

Eine Broschüre mit der Geschichte und Liedern rumd um den heiligen Martin, hat das Deutsch Isländische Netzwerk zusammengestellt. http://netzwerk.weebly.com/uploads/2/6/8/5/2685977/sankt_martin_broschre.pdf

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: