Um Okkur

Dörthe bakari
Jens

Litla Brauðstofan fyrsta súrdeigsbakarí Sudurlands

Árið 2007 fluttum við hjónin Jens og Dörthe með börnunum okkar frá Þýskalandi til Íslands. Þá var ætlun að vera einungis í 6 mánuði á Íslandi, en við tókum fljótt eftir því hvað okkur leið vel á draumaeyjunni okkar og framlengdum því dvölina.
Það eina sem við söknuðum var – þýskt brauð.

Við hófum því að rækta súrdeig og baka brauð heima. Hjá Dörthe vaknaði gamall draumur um að læra að verða bakari og hún hóf bakaranám í Menntaskólann í Kópavogi auk þess að vera í starfsnámi í tveimur bakaríum. Á námstímanum tók hún tvisvar þátt í Kornax Nemakeppni og endaði í báðum skiptum uppi sem sigurvegari.

Eftir námslok og sveinspróf starfaði hún hjá vönum bakarameistara í Þýskalandi, Günther Weber, sem sér um lífrænt bakarí, Loretto Holzofenbäckerei.
Eftir að hafa starfað í gamla Hverabakarí og Guðnabakarí á Selfossi hefur Dörthe síðan í janúar 2015 stjórnað Brauðgerð á Sólheimum og er tvisvar í viku að baka brauð og kökur á staðnum.
Í apríl 2016 fór hún á brauðnámskeið (artisan/súrdeig/uppskriftarþróun) í Austurríki.
Sumarið 2014 hófumst við handa við að breyta bílskúrnum okkar í lítið bakarí. Í mars 2016 fengum við starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og byrjuðum að framleiða þrjá daga vikunnar í maí 2016.

Frá ágúst 2016 til mai 2017 fór Dörthe í meistaranám og er með meistararéttindi siðan júli 2017. Siðan sumarið 2017 er framleiðslan í fullum gangi.

Í vor 2018 tók Ásdís Thorroddsen frá Gjóla films viðtal við Dörthe í bakaríinu.

Við þökkum kærlega fyrir þetta myndband:

%d bloggers like this: